Skip to main content
Fjölskylduhefð

Saga Sbarro

Árið 1956 opnaði Sbarro fjölskyldan sína fyrstu ítölsku verslun í Brooklyn. Búðin varð á stuttum tíma vinsælasta búð hverfisins, ekki aðeins vegna þess hve ferskan mat þau höfðu upp á að bjóða heldur einnig vegna innflutts osts, heimatilbúins mozzarella og bragðgóðra pylsna og salami.

Það voru þó ekki aðeins gæði matarins sem fengu fólk til þess að koma aftur á Sbarro því fjölskyldan snérist í kringum hvern viðskiptavin og gerðu það að hefð sem Sbarro viðheldur enn þann dag í dag.

Velgengni Sbarro verslunarinnar í Brooklyn varð til þess að fleiri Sbarro búðir voru opnaðar á New York svæðinu.

Árið 1967 opnaði Sbarro sitt fyrsta opna eldhús í verslunarmiðstöðinni Kings Plaza í Brooklyn þar sem markar upphaf Sbarro eins og við þekkjum það í dag, gómsætur, ferskur og alvöru ítalskur matur í opnu eldhúsi sem býður upp á góða og fljóta þjónustu. Seinustu 50 árin hefur hugmyndin um Sbarro eldhúsið í Kings Plaza verið framkvæmd um 1000 sinnum víðsvegar um heiminn.

Árið 2006 þá opnaði Sbarro í Kringlunni og í dag eru staðirnir orðnir 11 talsins, 2 staðir á FLE (Flugstöð Leifs Eiríkssonar), BSÍ umferðamiðstöð Íslands, Smáralind, Kringlunni og Orkunni.